Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 16. maí 2020 09:15
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendur leyfðir í Færeyjum - 100 í hverju hólfi
Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa leikið án áhorfenda í fyrstu umferðinni verða áhorfendur leyfðir í 2. umferð færeysku Betri-deildarinnar sem fram fer um helgina.

Félög og stuðningsmenn verða þó að fylgja ströngum reglum og þeir sem eru með einhver af einkennum kórónaveirunnar, til dæmis hósta, höfuðverk eða eymsli í hálsi, eiga alls ekki að mæta.

Það verður að hólfa áhorfendur niður og ekki mega fleiri en 100 vera í hverju hólfi. Hvert hólf verður að vera með sér inngang inn á völlinn og sér salernisaðstöðu og gæta þarf þess að einstaklingar utan hópa blandist aldrei saman.

Í stúkunni verður svo setið í öðru hverju sæti og heimafélagið þarf að sjá til þess að nóg sé af spritti og öryggisvörðum sem fylgjast með því að allt fari fram samkvæmt reglum.

Í hátalarakerfinu eru áhorfendur minntir á reglurnar, fyrir leik og í hálfleik.

Sjá einnig:
Gunnar Nielsen spáir í aðra umferð í Færeyjum

Þegar íslenski boltinn fer af stað má búast við því að 200 manna viðmið verði á samkomubanni og einhverjar reglur í líkingu við þær sem eru í gangi í Færeyjum verði á fyrstu umferðum Pepsi Max-deildanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner