Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. maí 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Steele: Um tíma hataði ég fótbolta
Jason Steele, markvörður Brighton.
Jason Steele, markvörður Brighton.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Jason Steele hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Brighton þar sem hann hefur staðið sig vel eftir að Roberto De Zerbi gerði hann að aðalmarkverði.

Steele var valinn í lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni, eftir 3-0 sigur Brighton gegn Arsenal.

Steele, sem er 32 ára, segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að hann hafi um tíma fengið ógeð á fótboltanum og verið nálægt því að hætta.

„Það kom kafli þar sem ég var á botninum, um tíma var mér sama um fótbolta og íhugaði að hætta. Nú er ég ekki lengur hræddur, ég veit að ég get komið til baka," segir Steele.

Áður en Steele kom til Brighton 2018 hafði Steele fallið tvö ár í röð úr Championship-deildinni, með Blackburn og Sunderland. Steele ræddi um áhrifin sem áreiti á samfélagsmiðlum hefur á leikmenn.

„Á ákveðnum tímapunkti hataði ég fótbolta, ég hataði allt sem fylgir íþróttinni. Ruglið sem verður til á samfélagsmiðlum, það hefur stöðugt áhrif á þig og það er byrði á öxlunum. Ég þurfti að hugsa út í það hvernig ég gæti orðið ástfanginn af íþróttinni að nýju."
Enski boltinn - Blessun í dulargervi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner