Manchester City er á barmi þess að tryggja sér enska meistaratitilinn, Arsenal tapaði fyrir Brighton, Manchester United vann í baráttunni um Meistaradeildarsæti og í fallbaráttunni harðnar baráttan enn frekar. Garth Crooks sérfræðingur BBC er búinn að velja úrvalslið umferðarinnar.
Varnarmaður: Manuel Akanji (Manchester City) - Svisslendingurinn hefur reynst frábær viðbót hjá Manchester City. Svissneski varnarmaðurinn spilar af miklu öryggi og getur bæði leikið í þriggja og fjögurra manna línu.
Miðjumaður: Curtis Jones (Liverpool) - Fór illa með Leicester sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Jones skoraði tvívegis í 3-0 sigri Liverpool.
Miðjumaður: Ilkay Gundogan (Manchester City) - Þvílík fyrirliðaframmistaða hjá Gundogan. Tvö ólík en glæsileg mörk og geggjuð stoðsending í 3-0 sigri gegn Everton.
Miðjumaður: Eberechi Eze (Crystal Palace) - Fór með himinskautum og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Bournemouth. Fékk stuðningsmenn Palace til að standa á fætur trekk í trekk.
Sóknarmaður: Callum Wilson (Newcastle) - Svellkaldur á vítapunktinum og skoraði úr tveimur vítum í 2-2 jafntefli gegn Leeds.
Athugasemdir