þri 16. júlí 2019 20:00 |
|
Arsenal vill Ceballos frá Real Madrid
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að landa spænska miðjumanninum Dani Ceballos á láni frá Real Madrid. Þetta kemur fram í spænsku pressunni í kvöld.
Ceballos er 22 ára miðjumaður en hann spilaði fyrir Real Betis áður en Real Madrid keypti hann árið 2017.
Hann hefur spilað 56 leiki og skorað 5 mörk fyrir Madrídinga og þá fór hann mikinn fyrir U21 árs landsliði Spánar sem vann Evrópumótið á Ítalíu í sumar.
Hann var valinn besti leikmaður mótsins og því mikið í hann spunnið.
Samkvæmt stærstu miðlunum á Spáni þá er Arsenal að landa Ceballos á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann.
Tottenham og AC Milan hafa einnig sýnt Ceballos áhuga en hann hefur ákveðið að velja Arsenal.
Ceballos er 22 ára miðjumaður en hann spilaði fyrir Real Betis áður en Real Madrid keypti hann árið 2017.
Hann hefur spilað 56 leiki og skorað 5 mörk fyrir Madrídinga og þá fór hann mikinn fyrir U21 árs landsliði Spánar sem vann Evrópumótið á Ítalíu í sumar.
Hann var valinn besti leikmaður mótsins og því mikið í hann spunnið.
Samkvæmt stærstu miðlunum á Spáni þá er Arsenal að landa Ceballos á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann.
Tottenham og AC Milan hafa einnig sýnt Ceballos áhuga en hann hefur ákveðið að velja Arsenal.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
06:00
14:30