Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. júlí 2019 09:35
Magnús Már Einarsson
Leicester gefur Maguire loforð
Powerade
Hvar endar Harry Maguire?
Hvar endar Harry Maguire?
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes er áfram orðaður við Manchester United.
Bruno Fernandes er áfram orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta úr slúðrinu á þessum fína þriðjudegi.



Leicester hefur lofað Harry Maguire (26) að hann megi fara ef Manchester United eða Manchester City er tilbúið að borga yfir 75 milljónir punda. Maguire fer þá upp fyrir Virgil van Dijk sem dýrasti varnarmaður sögunnar. (Telegraph)

Tottenham er tilbúið að borga Real Madrid 54 milljónir punda fyrir Gareth Bale (30) en Spurs hefur þó ekki efni á að jafna laun leikmannsins. Bale er sagður þéna 600 þúsund pund á viku hjá Real Madrid. (Express)

Neymar hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá PSG. (EPSN)

Newcastle mun greiða Sheffield Wednesday fjórar milljónir punda til að fá Steve Bruce í stjórastólinn. (Sun)

Manchester United ætlar að gera tilboð í Bruno Fernandes (24) miðjumann Sporting Lisabon á næstu vikum. (Independent)

Gianluca Petrachi, stjórnarmaður Roma, hefur staðfest áhuga félagsins á Toby Alderweireld (30) varnarmanni Tottenham. (Football Italia)

Alderweireld og Christian Eriksen (27) liðsfélagi hans eru á leið með Tottenham í æfingaferð til Singapúr þrátt fyrir óvissu um framtíð þeirra. (Evening Standard)

Arsenal er ennþá í viðræðum við Celtic um kaup á vinstri bakerðinum Kieran Tierney (22). (Evening Standard)

Arsenal nær ekki að kaup Nabil Fekir (25) frá Lyon þar sem félagið er ekki að ná að selja Mesut Özil (30) í sumar. (Sun)

Victor Lindelöf (24) segist vera mjög ánægður hjá Manchester United þrátt fyrir að umboðsmaður hans hafi sagt að Barcelona vilji krækja í leikmanninn. (Mirror)

Newcastle ætlar að reyna að fá framherjann Joelinton (22) frá Hoffenheim á 36 milljónir punda. (Mail)

Arsenal hefur sent lækna til Brasilíu til að skoða Everton (23) framherja Gremio. (Fox Sports)

Marc Overmars, yfirmaður íþróttamála hjá Ajax, telur að Arsenal eigi að kaupa Hakim Ziyech (22) frá félaginu til að fylla skarð Mesut Özil. (Calciomercato)

Wolves er í baráttunni um Wallace (24) varnarmann Lazio. (Birmingham Mail)

Marvelous Nakamba (25) miðjumaður Club Brugge neitar að æfa með liðinu þessa dagana en hann vill fara til Aston Villa. (Birmingham Mail)

Jose Mourinho er að íhuga að taka við liði í þýsku Bundesligunni. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner