Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júlí 2020 21:02
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Madrid Spánarmeistari í 34. sinn
Tíu rauð spjöld
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Real Madrid tryggði sér spænska titilinn gegn Villarreal í kvöld. Karim Benzema var hetja Madrídinga og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

Real er því með 86 stig þegar ein umferð er eftir af deildartímabilinu. Barcelona er í öðru sæti með 79 stig og getur því ekki náð erkifjendunum.

Real Madrid vann deildina síðast 2017 en Barca hefur unnið hana síðustu tvö ár.

Barcelona tapaði fyrir tíu leikmönnum Osasuna á heimavelli þrátt fyrir magnað aukaspyrnumark Lionel Messi. Gestirnir frá Pamplona potuðu inn sigurmarki á 94. mínútu. Það er ansi heitt undir Quique Setien sem tók við Barca í janúar.

Real Madrid 2 - 1 Villarreal
1-0 Karim Benzema ('29 )
2-0 Karim Benzema ('77 , víti)
2-1 Vicente Iborra ('84)

Barcelona 1 - 2 Osasuna
0-1 Jose Arnaiz ('15 )
1-1 Lionel Messi ('62 )
1-2 Roberto Torres ('94)
Rautt spjald: Enric Gallego, Osasuna ('77)

Evrópubaráttan er galopin fyrir lokaumferðina þar sem fjögur lið eru að berjast um tvö sæti.

Real Sociedad er í Evrópusæti eftir jafntefli gegn Sevilla, einu stigi fyrir ofan Getafe sem tapaði fyrir Atletico Madrid í kvöld.

Þar á eftir koma Granada og Valencia sem freista þess að stela Evrópusæti undir lokin.

Í fallbaráttunni þarf Leganes að fullkomna kraftaverk til að bjarga sér á kostnað Celta Vigo, sem er með eins stigs forystu. Leganes hefur ekki fengið mark á sig síðustu fjórar umferðir og er búið að næla sér í tíu stig.

Mallorca tapaði gegn Granada og er þar með fallið, ásamt Espanyol.

Mikið var um rauð spjöld í dag og voru tíu leikmenn reknir af velli í heildina.

Real Sociedad 0 - 0 Sevilla

Getafe 0 - 2 Atletico Madrid
0-1 Marcos Llorente ('54 )
0-2 Thomas Partey ('80)
Rautt spjald: Allan Nyom, Getafe ('92)

Athletic Bilbao 0 - 2 Leganes
0-1 Guerrero ('79)
0-2 R. Asane ('94)
Rautt spjald: Unai Simon, Athletic ('22)

Real Betis 1 - 2 Alaves
0-1 Joselu ('51 )
0-2 Rodrigo Ely ('76)
1-2 Loren ('93)
Rautt spjald: Juanmi, Real Betis ('90)
Rautt spjald: Rodrigo Ely, Alaves ('95)

Celta Vigo 2 - 3 Levante
0-1 Enis Bardhi ('11 )
0-2 Enis Bardhi ('28 )
1-2 Santi Mina ('36 )
2-2 Iago Aspas ('45 )
2-3 Borja Mayoral ('52 )
Rautt spjald: Jorge Miramon, Levante ('59)
Rautt spjald: Nolito, Celta ('94)

Eibar 3 - 1 Valladolid
1-0 Pedro Bigas ('21 )
2-0 Takashi Inui ('28 )
2-0 Sergi Guardiola ('71 , Misnotað víti)
2-1 Sergi Guardiola ('71 )
3-1 Pablo De Blasis ('90 , víti)


Mallorca 1 - 2 Granada CF
1-0 Cucho Hernandez ('20 )
1-1 Victor Diaz ('45 )
1-2 Carlos Fernandez ('69 )
Rautt spjald: Aleksandar Sedlar, Mallorca ('80)
Rautt spjald: Cucho, Mallorca ('97)

Valencia 1 - 0 Espanyol
1-0 Kevin Gameiro ('17 )
Rautt spjald: Jaume Costa, Valencia ('92)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner