Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U16 spilar við Finnland - Fyrstu leikir Jörunds Áka
Jörundur Áki hér með Róberti Orra Þorkelssyni.
Jörundur Áki hér með Róberti Orra Þorkelssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U16 ára landsliðs karla mætir Finnlandi í tveimur vináttuleikjum í ágúst og fara báðir leikirnir fram í Finnlandi.

Fyrri leikurinn fer fram 6. ágúst á Pihlajamäki klo í Helsinki og hefst hann klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Síðari leikurinn verður leikinn á Myyrmäen jalkapallostadion í Vantaa og hefst hann klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

Þetta eru fyrstu leikir U16 karla síðan í ágúst 2019, en Norðurlandamótið karlamegin var fellt niður í sumar ásamt leikjum liðsins árið 2020 vegna COVID-19.

Jörundur Áki Sveinsson tók nýlega við þjálfun liðsins og verða þetta því fyrstu leikir liðsins undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner