Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. september 2018 09:00
Gunnar Logi Gylfason
Shaw snýr aftur í næsta leik
Luke Shaw varð fyrir höfuðmeiðslum í landsleik með Englandi
Luke Shaw varð fyrir höfuðmeiðslum í landsleik með Englandi
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, varð fyrir höfuðmeiðslum í landsleik með Englandi.

Varnarmaðurinn þurfti að sjálfsögðu að fara af vellinum og spilaði ekki með Man Utd í sigrinum gegn Watford í gær.

Nú hefur Mourinho sagt að hann spili á miðvikudaginn, gegn Young Boys, frá Sviss, í Meistaradeildinni.

„Luke Shaw spilar á miðvikudaginn. Við getum þetta ekki með einn vinstri bakvörðu, og Ashley Young er ekki bara vinstri bakvörður, hann er einnig hægri bakvörður," sagði Mourinho.

„Þeir eru báðir góðir, þeir eru ólíkir leikmenn og ég held að þeir skilji báðir að annar er ungur leikmaður en er reyndur leikmaður.
Það er gott fyrir okkur að hafa þessa tvo valkosti, plús (Matteo) Darmian. Darmian er neyðarúrræðið mitt, hann er alltaf tilbúinn í allt,"
sagði Portúgalinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner