Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. september 2018 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Átta mörk í tveimur jafnteflum
Mynd: Getty Images
Átta mörk voru skoruð í tveimur jafnteflisleikjum í þýska boltanum í dag.

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Werder Bremen sem gerði jafntefli við Nürnberg í fyrri leik dagsins.

Aron er frá vegna meiðsla og skoraði Maximilian Eggestein mark Werder í fjarveru hans. Vura jafnaði fyrir Nürnberg í uppbótartíma. Werder er enn taplaust, með fimm stig eftir þrjár umferðir, en þetta er annað stig Nürnberg.

Mikið fjör var í seinni leik dagsins þar sem Freiburg fékk Stuttgart í heimsókn og komst yfir strax á fyrstu mínútu með marki frá Jerome Gondorf.

Emiliano Insua jafnaði rétt fyrir leikhlé og kom Mario Gomez gestunum yfir snemma í síðari hálfleik, þremur mínútum áður en Gondorf jafnaði.

Gomez kom Stuttgart aftur yfir skömmu síðar og héldu gestirnir forystunni þar til á lokakaflanum þegar Freiburg náði að jafna.

Pascal Stenzel fékk tvö gul spjöld á tíu mínútum og var rekinn útaf í liði heimamanna sem þurftu að spila síðustu tíu mínúturnar færri.

Þetta er fyrsta stig beggja liða á tímabilinu.

Werder Bremen 1 - 1 Nürnberg
1-0 M. Eggestein ('26)
1-1 Vura ('92)

Freiburg 3 - 3 Stuttgart
1-0 J. Gondorf ('1)
1-1 E. Insua ('44)
1-2 M. Gomez ('49)
2-2 J. Gondorf ('52)
2-3 M. Gomez ('56)
3-3 G. Waldschmidt ('81)
Rautt spjald: P. Stenzel, Freiburg ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner