Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. september 2022 12:41
Elvar Geir Magnússon
Costa gæti spilað gegn Man City á morgun
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Diego Costa sem kom til Wolves á frjálsri sölu á dögunum gæti spilað á morgun þegar Úlfarnir leika gegn Manchester City í hádegisleiknum á morgun.

Mexíkóski sóknarmaðurinn Raul Jimenez er enn á meiðslalistanum og er ekki leikfær á morgun.

„Við erum mjög ánægðir með að hafa fengið Diego Costa. Hann þarf sinn tíma tíma til að verða 100% en það voru örlög hans að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina," segir Bruno Lage.

„Við þurftum mann til að keppa við Raul og Diego er maðurinn í það. Verður hann með á morgun? Sjáum til. Það er einn dagur til stefnu. Sjáum hvort hann verði til."

Costa er 33 ára fyrrum sóknarmaður Chelsea og Atletico Madrid. Hann gerði samning við Wolves út tímabilið. Hann hefur verið félagslaus síðan hann yfirgaf Atletico Mineiro í janúar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner