Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. nóvember 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand: Ten Hag yrði góður kostur fyrir Man Utd
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand telur að Erik ten Hag sé góður kostur fyrir Manchester United. Pressan á Ole Gunnar Solskjær er mikil eftir dapurt gengi og niðurlægjandi tapleiki gegn Liverpool og Manchester City.

Ferdinand telur að Hollendingurinn, sem hefur gert góða hluti með Ajax, passi vel inn í starfið á Old Trafford.

„Þegar stjóri kemur í nýtt félag þá er eins og hann þurfi samstundis að sýna af hverju hann er mættur. Antonio Conte er gott dæmi, þegar hann fer í nýtt félag segir hann: 'Þetta er staðan, svona er ég og þetta mun gerast. Ef þú ert ekki með í því þá getur þú farið annað'," segir Ferdinand.

„Sá sem kemur inn þarf að geta stjórnað klefa sem er fullur af egóistum, stórum karakterum og persónuleikum. Ég þekki Ten Hag ekki persónulega en hann er að gera frábæra hluti hjá Ajax. Ajax er alls ekki lítið félag, þetta er stærsta félag Hollands."

Miklar efasemdir hafa verið um hæfni þjálfarateymis Manchester United.

Ten Hag hefur stýrt Ajax síðan í desember 2017 og hefur hann gert liðið að hollenskum meistara í tvígang. Þá kom hann liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2019.
Athugasemdir
banner
banner