Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. nóvember 2021 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal upp í stúku og talar við aðstoðarmenn sína í síma
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal getur ekki stýrt hollenska landsliðinu frá hliðarlínunni í leiknum mikilvæga gegn Noregi sem er núna í gangi.

Holland verður allavega að fá stig úr leiknum til að tryggja sæti sitt á HM. Ef liðið tapar, þá er möguleiki á því að Holland falli alveg úr leik og verði ekki með á HM.

Van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, slasaðist á mjöðm er hann féll á reiðhjóli á dögunum og er í hjólastól.

Leikmenn vildu halda honum í kringum liðið og situr hann því upp í stúku núna. Talað var um að hann yrði á hliðarlínunni í kvöld, en hann treysti sér ekki í það. Hann hefur verið í símanum á meðan leik stendur og komið skilaboðum áleiðis til aðstoðarmanna sinna á hliðarlínunni.

„Ég er ekki góður líkamlega, en heilinn virkar enn," sagði Van Gaal við fréttamenn í gær.

Staðan er markalaus þegar þessi frétt er skrifuð. Hægt er að fylgjast með stöðunni í úrslitaþjónustu á forsíðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner