Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. desember 2022 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnleifur í ÍA (Staðfest)
Lengjudeildin
Arnleifur Hjörleifs
Arnleifur Hjörleifs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnleifur Hjörleifsson er genginn í raðir ÍA frá Kórdrengjum og skrifar undir tvegja ára samning. Frá þessu greinir ÍA á samfélagsmiðlum sínum.

Hann er uppalinn í Ólafsvík en spilaði með ÍA í 2. og 3. flokki, var hluti af sigursælu liði ÍA í 2. flokki sem varð Íslandsmeistari árin 2018 og 2019.

Hann á að baki leiki með Kára en síðan árið 2020 hefur hann spilað með Kórdrengjum og kemur þaðan til ÍA. Á síðasta tímabili skoraði Arnleifur fjögur mörk í 20 deildarleikjum og var einn allra besti bakvörður Lengjudeildarinnar.

„Arnleifur er áræðinn og vinnusamur vinstri bakvörður og á að baki 118 leiki, í þeim hefur hann skorað 13 mörk," segir í tilkynningu ÍA.

Með komu Arnleifs hefur ÍA krækt í báða bakverði Kórdrengja frá því í fyrra. Hægri bakvörðurinn Hákon Ingi Einarsson gekk í raðir félagsins í síðustu viku og nú er vinstri bakvörðurinn Arnleifur mættur í gult.

Komnir
Arnleifur Hjörleifsson frá Kórdrengjum
Arnór Smárason frá Val
Hákon Ingi Einarsson frá Kórdrengjum

Farnir
Eyþór Aron Wöhler í Breiðablik
Oliver Stefánsson til Norrköping (var á láni)
Hallur Flosason hættur
Benedikt Warén í Breiðablik (var á láni)
Alexander Davey
Brynjar Snær Pálsson
Christian Köhler
Kaj Leo í Bartalsstovu
Kristian Lindberg
Tobias Stagaard
Wout Droste
Athugasemdir
banner
banner