Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. desember 2022 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gamall liðsfélagi yrði ekki hissa ef Ronaldo ákveður að hætta
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum liðsfélagi Cristiano Ronaldo, yrði ekki hissa ef Portúgalinn myndi leggja skóna á hilluna á næstunni.

Ronaldo, sem er orðinn 37 ára, yfirgaf Manchester United áður en heimsmeistaramótið í Katar hóf göngu sína. Hann fór í eldfimt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með ýmislegt hjá United. Í kjölfarið var samningi hans hjá félaginu rift.

Ronaldo hefur átt erfiða mánuði og er á niðurleið á sínum ferli. Evra spáir því að jafnvel muni Ronaldo leggja skóna á hilluna, en það virðist ekki vera mikill áhugi á honum hjá félagsliðum í Evrópu.

„Þegar ég tala við hann þá tölum við ekki um það sem hann er að fara að gera næst," sagði Evra í samtali við Sky Sports þegar Ronaldo var ræddur.

„Ég veit ekki hvort Ronaldo muni hætta. Stundum þegar þú ert gagnrýndur mikið, þegar ferillinn er orðinn langur, þá hugsarðu um að hætta. Ronaldo dreymdi um að vinna HM með þjóð sinni. Núna er sá draumur ekki lengur til staðar. Ég verð ekki hissa á því ef hann ákveður að hætta."
Athugasemdir
banner