Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. mars 2019 20:43
Arnar Helgi Magnússon
Boxleitner fylgir Helga til Liechtenstein
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sebastian Boxleitner er tekinn til starfa hjá knattspyrnusambandi Liechtenstein. Hann greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni í kvöld.

Helgi Kolviðsson þjálfar landslið Liechtenstein en þeir þekkja hvorn annan eftir að hafa unnið saman hjá KSÍ.

Boxleitner tók við sem styrktarþjálfari íslenska landsliðsins árið 2016 en í síðasta mánuði kom í ljós að KSÍ ætlaði ekki að framlengja við hann.

„Ég var bara rekinn. Þetta var ekki mín ákvörðun. Ég vildi vera áfram og halda áfram þessu góða starfi en því miður verður ekki svo," sagði Boxleitner í samtali við Vísi í síðasta mánuði

Boxleitner fór með landsliðinu í gegnum undankeppni HM og til Rússlands en hans hlutverk var meðal annars að sjá um upphitanir á æfingum liðsins.

Hans síðasta verkefni var janúarferðin til Katar.

View this post on Instagram

New Chapter. Hello Liechtenstein 🇱🇮👊

A post shared by Sebastian Boxleitner (@sebastianboxleitner) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner