Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dýrasti leikmaður Stoke skipti sér útaf og aftur inn
Imbula fann ekki taktinn hjá Stoke og mun vafalaust yfirgefa félagið um leið og tækifæri gefst.
Imbula fann ekki taktinn hjá Stoke og mun vafalaust yfirgefa félagið um leið og tækifæri gefst.
Mynd: Getty Images
Stoke var þokkalegt úrvalsdeildarfélag þegar ákveðið var að borga metfé til að fá miðjumanninn Giannelli Imbula frá Porto.

Imbula náði aldrei að festa sig í sessi í liði Stoke og var ekki sérlega vel liðinn af liðsfélögunum. Glen Johnson var samherji hans á þessum tíma og lýsti dæmi um hegðun dýrasta leikmanns í sögu félagsins.

„Við vorum að spila leik á undirbúningstímabilinu og hann skipti sjálfum sér útaf því það var einhver sem sendi ekki á hann," sagði Johnson við BBC.

„Við héldum að hann væri meiddur en svo byrjaði hann að blóta á frönsku á bekknum. Tíu mínútum síðar skipti hann sjálfum sér aftur inná og það versta var að enginn stöðvaði hann."

Imbula er 26 ára gamall. Hann lék 28 leiki fyrir Stoke áður en hann var lánaður til Toulouse í Frakklandi þar sem hann gerði góða hluti á síðasta tímabili. Á þessu tímabili er hann á láni hjá Rayo Vallecano á Spáni, en Stoke leikur í Championship deildinni og hefur ekki efni á að borga honum laun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner