Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. mars 2021 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lagerback: Synd fyrir norska landsliðið
Johansen ræðir við Erling Haaland, stærstu stjörnu norska landsliðsins.
Johansen ræðir við Erling Haaland, stærstu stjörnu norska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Stefan Johansen er hættur að spila með norska landsliðinu.

Johansen hefur ekki gefið upp hvers vegna hann hættir en hann er þrítugur að aldri og spilar með QPR í ensku Championship-deildinni.

Lars Lagerback, sem starfar núna í teymi íslenska landsliðsins, gerði Johansen að fyrirliða norska landsliðsins. Hann segir það synd fyrir Noreg að missa þennan leikmann.

„Stefan virðist alltaf vita hvað hann er að gera og hann er því líklega með góðar ástæður fyrir þessari ákvörðun sinn. Á sama tíma er þetta synd fyrir norska liðið því þeir eru missa sterkan persónuleika sem gaf alltaf 100 prósent fyrir liðið. Hann var fagmaður að öllu leyti," sagði Lagerback við Dagbladet.

Johansen spilaði 56 landsleiki fyrir Noreg og skoraði sex mörk. Martin Ödegaard, leikmaður Arsenal, er nýr fyrirliði Noregs. Hann er aðeins 22 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner