Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. apríl 2021 20:40
Victor Pálsson
Æfingaleikur: Grótta vann Tindastól
Bjargey skoraði tvö.
Bjargey skoraði tvö.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Tindastóll 1 - 3 Grótta
0-1 Bjargey Sigurborg Ólafsson ('32)
0-2 Bjargey Sigurborg Ólafsson ('53)
0-3 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('65)
1-3 Hugrún Pálsdóttir ('87)

Tindastóll tók á móti Gróttu í æfingaleik á Sauðárkróki í dag. Stólarnir eru nýliðar í Pepsi Max deildinni en Gróttukonur spila í Lengjudeildinni eftir að hafa verið nýliðar í fyrra.

Úrslit dagsins voru óvænt en Grótta fór með 3-1 sigur af hólmi. Bjargey Sigurborg Ólafsson skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu eftir laglegt spil Gróttu. Bjargey bætti svo öðru marki við í upphafi seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu frá Evu Karen Sigurdórsdóttur.

Eydís Lilja Eysteinsdóttir skoraði þriðja mark Gróttu áður en Hugrún Pálsdóttir minnkaði muninn fyrir Tindastól.

Sigurinn kemur á góðum tíma fyrir Gróttu en stutt er í að Íslandsmótið hefjist á ný og verður baráttan í Lengjudeildinni hörð.
Athugasemdir
banner