Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. júní 2022 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Häcken með sigur á útivelli - Staða Öglu Maríu áhyggjuefni
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var einn leikur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingalið Häcken fór á útivöll og mætti Hammarby.

Häcken skoraði tvö mörk snemma í seinni hálfleiknum eftir að staðan hafði verið markalaus eftir fyrstu 45 mínúturnar. Hammarby tókst að minnka muninn en það kom alltof seint, nánar tiltekið á 96. mínútu.

Hvorki Agla María Albertsdóttir né Diljá Ýr Zomers voru með Häcken í þessum leik.

Það er áhyggjuefni hversu lítið Agla María hefur spilað fyrir EM en hún hefur aðeins leikið 236 mínútur í sænsku deildinni á þessu tímabili. Síðasti leikur sem hún spilaði í deildinni var í lok maí gegn Djurgården.

Häcken er í fjórða sæti í Svíþjóð, en liðið á eftir að spila tvo leiki áður en EM hefst í júlí.
Athugasemdir
banner