Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 17. júlí 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Blikar eiga harma að hefna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í boltanum á Íslandi í dag.

Það eru fjórir leikir í Bestu deild karla en dagurinn byrjar á viðureign ÍBV og Vals kl 16. Þá fara KA menn og Stjörnumenn í ferðalag, KA í Breiðholtið og mætir Leikni og Stjarnan uppá Skaga og mætir ÍA.

Blikar fara til Keflavíkur en liðið hefur harma að hefna þar sem Kópavogsliðið fór tvisvar til Keflavíkur á síðustu leiktíð og tapaði í bæði skiptin.

Það er einn leikur í Lengjudeildinni en þar mætast Þróttur Vogum og HK. Þróttarar eru á botninum en liðið vann sinn fyrsta leik á tímabilinu á fimmtudaginn þegar liðið vann Grindavík.

sunnudagur 17. júlí

Besta-deild karla
16:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
17:00 Leiknir R.-KA (Domusnovavöllurinn)
19:15 ÍA-Stjarnan (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Keflavík-Breiðablik (HS Orku völlurinn)

Lengjudeild karla
19:15 Þróttur V.-HK (Vogaídýfuvöllur)

2. deild kvenna
13:00 Völsungur-Hamar (PCC völlurinn Húsavík)

4. deild karla - B-riðill
19:00 Afríka-KFK (OnePlus völlurinn)


Athugasemdir
banner
banner