Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 17. ágúst 2018 10:14
Elvar Geir Magnússon
Oliver mögulega klár í leikinn gegn Val
Oliver í baráttu við Skúla Jón Friðgeirsson, leikmann KR.
Oliver í baráttu við Skúla Jón Friðgeirsson, leikmann KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson var ekki með Breiðabliki þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Víkingi Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Í Pepsi-deildinni eru Blikar í næstu tveimur umferðum að fara að mæta liðunum sem eru í baráttu við þá um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir leika gegn Val á mánudag og svo gegn Stjörnunni.

„Hann fékk aðeins aftan í lærið," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, þegar hann var spurður út í fjarveru Olivers.

„Hann átti upphaflega að vera í byrjunarliðinu en eftir skoðun kom í ljós að hann væri ekki tilbúinn. Mögulega er hann klár á mánudaginn."

Breiðablik er á toppi deildarinnar, með tveimur stigum meira en Valur sem á þó leik til góða. Hér að neðan má sjá viðtalið við Ágúst sem tekið var eftir leik í gær.
Gústi Gylfa: Ótrúlegt að við náðum þessu í vítaspyrnukeppni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner