Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. september 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Roma býður Dzeko nýjan samning - Vill fá hann í stjórn
Mynd: Getty Images
Edin Dzeko hefur verið lykilmaður í liði Roma frá komu hans frá Manchester City fyrir þremur árum.

Sóknarmaðurinn verður 33 ára gamall í mars en ítalska félagið var þrátt fyrir það að bjóða honum nýjan samning.

Núverandi samningur Dzeko rennur ekki út fyrr en sumarið 2020 en nýi samningurinn myndi gilda til 2021.

Ítalskir fjölmiðlar eru sammála um að Dzeko hafi verið boðinn samningur sem inniheldur loforð um starf í stjórn félagsins eftir að skórnir fara á hilluna.

Dzeko fær 4.5 milljónir evra í árslaun á núverandi samningi sínum en nýi samningurinn myndi lækka þá upphæð niður í 4 milljónir.

Dzeko hefur nýlega lokið námskeiði í íþróttastjórnun við Háskólann í Sarajevó og talar auk þess fimm tungumál.

Bosníska knattspyrnusambandið er einnig áhugasamt um að ráða Dzeko til starfa eftir að ferlinum lýkur. Búist er við að hann taki ákvörðun varðandi framtíð sína á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner