Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Hættir við að kaupa Wembley
Khan fann ekki nægilega mikinn stuðning.
Khan fann ekki nægilega mikinn stuðning.
Mynd: Getty Images
Shahid Khan hefur dregið 600 milljóna punda kauptilboð sitt í Wembley leikvanginn til baka.

Enska knattspyrnusambandið hefur fundað mikið um tilboðið og stefndi í að því yrði tekið.

„Shahid Khan tilkynnti okkur í dag að hann hefði ákveðið að draga tilboð sitt til baka. Við virðum hans ákvörðun," segir Martin Glenn, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins.

„Herra Khan trúði því að það yrði samfélaginu til góðs að hann myndi kaupa leikvanginn en á nýlegum fundi sagði hann okkur að tilboð hans væri umdeildara en hann hafði búist við. Hann taldi sig ekki fá nægilegan stuðning frá fótboltasamfélaginu og ákvað því að draga tilboðið til baka."

Landsleikir Englands, bikarúrslitaleikir og fleiri stórir fótboltaleikir hefðu haldið áfram að vera spilaðir á Wembley ef Khan hefði keypt leikvanginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner