Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2018 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Sigurbergur Elísson í Reyni S. (Staðfest)
Mynd: Reynir Sandgerði
Sigurbergur Elísson er búinn að skrifa undir eins árs samning við Reyni Sandgerði sem rúllaði upp 4. deildinni í sumar.

Sigurbergur, fæddur 1992, neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun tímabundið fyrr í sumar vegna erfiðra meiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðustu tvo keppnistímabil.

Hann hefur alla sína tíð spilað fyrir Keflavík og lék hann sinn fyrsta keppnisleik fyrir meistaraflokkinn aðeins 15 ára gamall. Hann hefur skorað 17 mörk í 100 leikjum síðan.

Nokkuð ljóst er að Sigurbergur verður meðal bestu manna í 3. deildinni næsta sumar lendi hann ekki illa í meiðslum. Áhugavert verður að fylgjast með gengi Reynis S. sem vann úrslitaleik 4. deildarinnar 7-1 gegn Skallagrími.

Sigurbergur spilaði aðeins sjö leiki fyrir Keflavík áður en hann meiddist í sumar. Í fyrra voru leikirnir átta.
Athugasemdir
banner
banner
banner