Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. nóvember 2021 17:29
Elvar Geir Magnússon
Sex stig dregin af Reading
Mynd: Getty Images
Sex stig verða dregin af Reading í ensku Championship-deildinni þar sem félagið braut fjárhagsreglur ensku deildakeppninnar.

Samkvæmt reglum má félagið aðeins tapa mest 39 milljónum punda yfir þrjú tímabil.

Stigafrádrátturinn skilur liðið eftir í 19. sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsætin.

Reading hefur aðeins mátt semja við leikmenn á frjálsri sölu og lánsmenn eftir að hafa verið sett í kaupbann.

Danny Drinkwater og Scott Dann eru meðal leikmanna sem komu á frjálsri sölu í sumar og þá hefur félagið gert samning við Andy Carroll en það var tilkynnt í vikunni.

Reading féll úr ensku úrvalsdeildinni 2013 en árið 2017 keypti kínverski fjárfestirinn Dai Yongge félagið.

Í gær voru níu stig dregin af Derby vegna brota á fjárhagsreglum. Derby er nú á botni Championship, átján stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner