
Króatía og Marokkó eigast við í dag í leiknum um þriðja sætið á HM í Katar. Bæði þessi lið geta verið stolt af sinni frammistöðu á þessu móti.
Fótbolti.net hefur fengið hina ýmsu aðila til að spá fyrir um úrslit leikja mótsins. Skemmtikrafturinn Sóli Hólm tók það að sér að spá í leik dagsins.
Fótbolti.net hefur fengið hina ýmsu aðila til að spá fyrir um úrslit leikja mótsins. Skemmtikrafturinn Sóli Hólm tók það að sér að spá í leik dagsins.
Sóli Hólm:
Króatía 0 - 2 Marokkó
Þetta er bullandi óskhyggja en ég ætla að spá því að Marokkó taki þetta 0-2. Það er einfaldlega skemmtilegra ef úrslitin verða þannig því þeir hafa heillað marga á meðan það kemur engum á óvart að Króatar séu góðir.
Fótbolti.net spáir - Anton Freyr Jónsson:
Króatía 0 - 0 Marokkó
Þetta verður mjög lokaður leikur. Bæði lið hafa spilað sterkan varnarleik á mótinu. Þetta verður 0-0 eftir venjulegan leiktíma og leikurinn fer alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem mínir menn í Marokkó vinna og taka bronsið. Livakovic er orðinn saddur og ver ekki spyrnu í þessum leik.
Athugasemdir