Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. maí 2021 15:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Sveinn borinn af velli í gær - „Mun betri í dag en í gær"
Borinn af velli
Borinn af velli
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Arnór Sveinn er sestur og fær aðhlynningu... Mér sýnist Pétur varðstjóri vera að kalla eftir börum, Finnur Tómas er að græja sig á hliðarlínunni."

Skrifaði Baldvin Már Borgarsson í textalýsingu frá Meistaravöllum í gær, á 19. mínútu leiks KR og Vals.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson var borinn af velli tveimur mínútum síðar og verður frá í einhvern tíma. Fréttaritari heyrði í Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, í dag og spurði hann út í stöðuna á Arnóri.

„Staðan á Arnóri er ekki nægilega góð. Hann er sennilega með einhverja smávægilega tognun framan á læri og verður væntanlega eitthvað frá."

„Við vitum ekki alveg hversu lengi en það eru bara þrír leikir eftir af þessum mánuði og alveg óvíst hvort hann geti tekið einhvern þátt í þeim leikjum,"
sagði Rúnar í dag.

„Dagarnir verða að leiða það í ljós. Hann var að teygja sig eitthvað í boltann þegar hann var að hreinsa og steig eitthvað asnalega niður. Það teygðist eitthvað á vöðvanum og hugsanlega er þetta væg tognun."

„Hann var mun betri í dag en hann var eftir leikinn í gær. Við eigum eftir að sjá næstu daga en ég á ekki von á að hann verði klár í næsta leik,"
sagði Rúnar.

Eins og Baldvin skrifaði þá kom Finnur Tómas Pálmason inn á fyrir Arnór Svein í leiknum og gæti byrjað við hlið Grétars Snæs Gunnarssonar í næsta leik KR, gegn FH á laugardag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner