Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. maí 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Ödegaard ánægður hjá Arsenal
Martin Ödegaard vill vera áfram hjá Arsenal
Martin Ödegaard vill vera áfram hjá Arsenal
Mynd: EPA
Norski sóknartengiliðurinn Martin Ödegaard segist ánægður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal og virðist opinn fyrir því að vera áfram í Lundúnum.

Þessi 22 ára gamli leikmaður er á láni hjá Arsenal frá Real Madrid en hann hefur spilað tólf leiki og skorað eitt mark á tíma sínum hjá enska liðinu.

Hann kann vel við sig hjá félaginu og tengir vel við liðsfélagana. Norðmaðurinn hefur mikinn áhuga á að vera áfram en hann er þó samningsbundinn Real Madrid til 2023.

„Ég er ánægður hjá Arsenal og við munum sjá hvað gerist eftir tímabilið. Real Madrid á mig, þannig við verðum að ræða við félagið og skilja hvað þeir vilja gera í þessari stöðu," sagði Ödegaard við Sky í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner