Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. maí 2021 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: ÍBV 
Slóvenskur bakvörður í raðir ÍBV (Staðfest)
Í treyju PSV
Í treyju PSV
Mynd: PSV
ÍBV hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Í dag var tilkynnt um að Kristina Erman myndi leika með liðinu í sumar.

Erman er slóvenskur bakvörður sem verið hefur á mála hjá Arnar-Björnar, Ferencvaros, PSV, Twente, Riviera Romagna, Torres og síðast ASD Calcio Pomigliano í ítölsku B-deildinni.

Kristina er 27 ára gömul og leikur í stöðu vinstri bakvarðar, hún hefur leikið á þriðja tug landsleikja fyrir Slóveníu.

„Við bjóðum Kristinu velkomna til ÍBV!" segir í tilkynningu ÍBV.

ÍBV er með þrjú stig eftir þrjár umferðir og mætir Val á morgun í 4. umferð.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner