Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 18. maí 2021 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Werner oftast rangstæður í ensku úrvalsdeildinni
Timo Werner hefur átt furðulegt tímabil
Timo Werner hefur átt furðulegt tímabil
Mynd: EPA
Enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur verið dæmdur oftar rangstæður en Timo Werner.

Werner var keyptur til Chelsea frá RB Leipzig síðasta sumar en átt afar erfitt uppdráttar.

Hann hefur aðeins skorað sex mörk í ensku úrvalsdeildinni í 34 leikjum en þó lagt upp ellefu.

Werner hefur fengið urmul af færum en gengið illa að nýta þau. Þá hefur hann aðeins skorað tvö deildarmörk frá því í nóvember.

Tvö mörk voru dæmd af honum í kvöld en fyrra vegna rangstöðu og þá handlék hann knöttinn í seinna markinu.

Enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur verið rangstæður jafn oft og hann á þessu tímabili en hann hefur verið dæmdur rangstæður í 41 skipti.
Athugasemdir
banner
banner