Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. júní 2022 17:01
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Ægismenn á góðri siglingu - Sjötti sigurinn kom gegn KF
Ægir er í góðum málum eftir sjö leiki
Ægir er í góðum málum eftir sjö leiki
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Haukar lögðu Hött/Hugin
Haukar lögðu Hött/Hugin
Mynd: Jón Erlendsson
Ægir vann sjötta sigur sinn í 2. deild karla er liðið vann KF, 5-3, í markaleik í Þorlákshöfn. Þá vann KFA 4-3 sigur á ÍR í Fjarðabyggðarhöllinni.

Ægismenn hafa farið upp um tvær deildir á þremur árum og virðist stefnan nú að fara enn einu sinni upp.

Liðið vann góðan 5-3 sigur á KF í dag. Liðið var 3-1 yfir í hálfleik gegn KF áður en Sævar Gylfason minnkaði muninn á 79. mínútu fyrir KF.

Anton Breki Viktorsson kom Ægi í 4-2 á 88. mínútu áður en Brynjólfur Þór Eyþórsson gerði fimmta markið. Atli Snær Stefánsson náði í sárabótarmark fyrir KF úr vítaspyrnu undir lokin en 5-3 sigur Ægis staðreynd.

Liðið er í 2. sæti með 19 stig, jafnmörg og Njarðvík eftir sjö leiki en Njarðvík með betri markatölu.

KFA vann þá ÍR, 4-3, í Fjarðabyggðarhöllinni. KFA var 2-1 yfir í hálfleik áður en Abdul Karim Mansaray gerði tvö mörk fyrir heimamenn.

ÍR-ingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum á síðustu tuttugu mínútum leiksins en komst ekki lengra en það. 4-3 sigur KFA sem er í 8. sæti með 6 stig en ÍR í 5. sæti með 11 stig.

Haukar unnu þá Hött/Hugin 1-0. Gunnar Darri Bergvinsson gerði eina mark leiksins á 3. mínútu. Haukar sitja í 6. sæti með 11 stig en Höttur/Huginn í 9. sæti með 5 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Ægir 5 - 3 KF
1-0 Cristofer Moises Rolin ('5 )
1-1 Þorvaldur Daði Jónsson ('12 )
2-1 Milos Djordjevic ('35 )
3-1 Ágúst Karel Magnússon ('44 )
3-2 Sævar Gylfason ('79 )
4-2 Anton Breki Viktorsson ('88 )
5-2 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('90 )
5-3 Atli Snær Stefánsson ('90 , Mark úr víti)

Haukar 1 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Gunnar Darri Bergvinsson ('3 )

KFA 4 - 3 ÍR
1-0 Felix Kwaku Hammond ('5 )
1-1 Jorgen Pettersen ('21 )
2-1 Marteinn Már Sverrisson ('45 )
3-1 Abdul Karim Mansaray ('54 )
4-1 Abdul Karim Mansaray ('65 )
4-2 Már Viðarsson ('74 , Mark úr víti)
4-3 Jorgen Pettersen ('91 , Mark úr víti)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner