Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Celta Vigo nær í eina helstu vonarstjörnu Svía (Staðfest)
Williot Swedberg.
Williot Swedberg.
Mynd: EPA
Spænska úrvalsdeildarfélagið Celta Vigo er búið að tryggja sér þjónustu sænska undrabarsins Williot Swedberg.

Swedberg, sem er 18 ára gamall miðjumaður, er búinn að vekja athygli með frammistöðu sinni hjá Hammarby í Svíþjóð.

Hann er búinn að vera orðaður við mörg stór félög í Evrópu en ætlar að taka næsta skref með Celta.

Celta borgar fyrir hann 4,7 milljónir evra og gerir Swedberg fimm ára samning.

Swedberg skoraði fimm mörk í tíu leikjum með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Það verður gaman að sjá hvort hann fái tækifæri í La Liga á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner