Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. júní 2022 09:19
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo á förum frá Man Utd? - Arsenal vill þrjá leikmenn
Powerade
Cristiano Ronaldo gæti farið frá Man Utd
Cristiano Ronaldo gæti farið frá Man Utd
Mynd: EPA
Fer Lukaku til Inter?
Fer Lukaku til Inter?
Mynd: EPA
Raphinha er einn af þremur leikmönnum sem Arsenal vill fá í þessum glugga
Raphinha er einn af þremur leikmönnum sem Arsenal vill fá í þessum glugga
Mynd: EPA
Vitinha fer til PSG
Vitinha fer til PSG
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta laugardegi en Arsenal og Chelsea koma mikið fyrir í pakka dagsins.

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo (37) er að leitast eftir því að yfirgefa Manchester United í sumar en bæði Roma og Sporting hafa áhuga á að fá hann. (La Repubblica)

Það er ágætis bjartsýni hjá Arsenal í að landa brasilíska framherjanum Gabriel Jesus (25) frá Manchester City í sumar en Arsenal vonast til að 30 milljónir punda dugi. Man City vill 50 milljónir punda. (Sky Sports)

Arsenal gæti þó einnig fengið belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (25) frá Leicester þrátt fyrir að hafa gengið frá kaupum á Fabio Vieira (22) frá Porto. (Evening Standard)

Arsenal vill einnig fá Raphinha (25) frá Leeds og argentínska miðvörðinn Lisandro Martinez (24) frá Ajax. (Athletic)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, vill fá Robert Lewandowski (33) frá Bayern München í stað Romelu Lukaku (29), en það gæti þó reynst hægara sagt en gert að ganga frá þessum félagaskiptum. (ESPN)

Lewandowski vill yfirgefa Bayern en vill ekki eyðileggja samband sitt við félagið með því að þvinga það til þess að selja hann. (Express)

Chelsea hefur spurst fyrir um Milan Skriniar (27), varnarmann Inter, en Romelu Lukaku gæti farið í skiptum til ítalska félagsins. (Daily Mail)

Cesar Azpilicueta (32), fyrirliði Chelsea, þarf að leggja fram beiðni um að fara frá félaginu ef hann vill fara til Barcelona. Spænski miðvörðurinn á eitt ár eftir af samningi. (Sun)

Tottenham er í bílstjórasætinu um enska hægri bakvörðinn Djed Spence (21), en hann er á mála hjá Middlesbrough. Hann var á láni hjá Nottingham Forest á síðasta tímabili. (Northern Echo)

Manchester United er vongott um að Barcelona lækki kröfur sínar um verðmiða Frenkie de Jong (25) vegna fjárhagsörðuleika félagsins. Barcelona vill fá 73 milljónir punda (Guardian)

West Ham er reiðubúið að lána Nikola Vlasic (24) í sumar en Hadjuk Split og Torino hafa mikinn áhuga. (Dalmatinskiportal)

Trezeguet (27), leikmaður Aston Villa og egypska landsliðsins, gæti farið til tyrkneska félagsins Trabzonspor. (Daily Mail(

Sevilla á Spáni ætlar að bjóða 6,9 milljónir punda í kólumbíska framherjann Alfredo Morelos (25), en hann er á mála hjá Rangers í Skotlandi. (Fichajes)

Fulham er að ganga frá kaupum á ísraelska framherjanum Manor Solomon (22). Hann kemur frá úkraínska félagsinu Shakhtar Donetsk fyrir 7 milljónir punda. (Sun)

Emmanuel Dennis (24), framherji Watford, er á ratsjánni hjá Everton og myndi þá koma í stað Richarlison (25), sem er sagður á förum. (Daily Mail)

Nottingham Forest er að ganga frá kaupum á franska varnarmanninum Moussa Niakhate (26), varnarmanni Mainz í Þýskalandi. (Football Transfers)

Southampton hefur mikla trú á því að landa bandaríska varnarmanninum Chris Richards (22) frá Bayern München. (GiveMeSport)

Celtic er í baráttu við Ajax um Vinicius Souza (22), miðjumann Lommel í Belgíu. (Record)

Paris Saint-Germain hefur unnið kapphlaupið um portúgalska miðjumanninn Vitinha (22) en félagið greiðir 34 milljónir punda fyrir leikmanninn. (90min)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner