Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 18. júní 2022 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagan hefur verið sú að öll lið eru ömurleg á móti Ægi
Úr leik hjá Ægi í sumar.
Úr leik hjá Ægi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nýliðar Ægis í 2. deild hafa verið að gera ótrúlega vel í upphafi tímabilsins í 2. deild karla. Þeir eru með 19 stig í öðru sæti deildarinnar eftir sjö leiki. Þeir eru enn taplausir í deildinni.

Rætt var um magnaða frammistöðu Ægis hingað til í síðasta þætti af Ástríðunni. Talað var um að þeir væru líklega með langnæstbesta lið deildarinnar á eftir Njarðvík. Þeir væru að spila gríðarlega vel.

Farið var yfir tölfræðilega yfirburði liðsins í leik gegn Völsungi á dögunum. „Þetta er eins og eitthvað Football Manager dæmi, Liverpool gegn Burnley,” sagði Gylfi Tryggvason þegar farið var yfir tölfræðina.

„Ægir eru vanir að fá fullt af færum. Þeir eru með Cristofer Rolin sem væri ofarlega á heimslistanum í því að klúðra færum.”

„Þetta er langnæstbesta liðið í deildinni,” sagði Gylfi. „Ég held það, ég er ekki einu sinni að grínast. Njarðvík og Ægir, ég held að þau séu að fara upp.”

„Það er gild skoðun,” sagði Sverrir Mar Smárason og benti á að það væru nú fleiri góð lið í þessari deild. „Völlararnir eru öflugir, Þróttararnir eru að stíga upp, ÍR er búið að vinna tvo í röð.”

„Ég gef þessu tíma. Þetta lítur drulluvél samt út hjá þeim,” sagði Gylfi og hélt áfram. „Ég heyrði að Völsungar hefðu verið ömurlegir í þessum leik. En voru þeir ömurlegir af því að þeir eru ömurlegir eða voru þeir ömurlegir af því að Ægir voru það góðir?”

„Sagan hefur verið sú að öll lið eru ömurleg á móti Ægi, það hlýtur að vera eitthvað sem Ægir er að gera,” sagði Sverrir.

Fram kom í þættinum að Þorlákshafnarbúar væru með augun opin fyrir liðsstyrk erlendis frá í næsta mánuði. Þeir stefna á að fara upp um tvær deildir á tveimur árum.
Ástríðan - 6. umferð - Línur skýrast aldrei í 3. deild og Ægir fékk á sig mark
Athugasemdir
banner
banner
banner