Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júní 2022 13:35
Brynjar Ingi Erluson
„Salah spilaði meiddur í úrslitum Meistaradeildarinnar"
Mohamed Salah í leiknum gegn Real Madrid
Mohamed Salah í leiknum gegn Real Madrid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mohamed Abou El Ela, læknir egypska landsliðsins, segir að Mohamed Salah hafi spilað meiddur í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí.

Egypski sóknarmaðurinn var bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en hlaut erfið meiðsli í maí gegn Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins.

Hann var hvíldur gegn Southampton og spilaði svo hálftíma í lokaleik úrvalsdeildarinnar gegn Wolves.

Salah lék svo allan leikinn í 1-0 tapinu gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar en læknir Egyptalands segir að hann hafi verið meiddur í þessum síðustu tveimur leikjum tímabilsins.

„Salah meiddist á nára í úrslitaleik enska bikarsins og spilaði svo gegn Wolves og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, allt þetta á aðeins fjórtán dögum," sagði Mohamed Abou El Ela, læknir egypska landsliðsins.

„Við höfum verið að lesa í þá tölfræði að Salah hefur spilað næst flestar mínútur á þessu tímabili. Við sendum og fáum sent skýrslur og Liverpool sagði að hann væri að glíma við sársauka og þyrfti að fara í myndatökur. Þetta er ekki leikmaður sem er í 100 prósent leikformi, en spurningin var bara hvort hann gæti haldið áfram og spilað án áhættu."

„Félagið taldi það nóg að spila honum í einum leik og við ákváðum að spila honum gegn Gíneu því það yrði erfitt fyrir hann að fara í langt ferðalag í leikinn gegn Eþíópíu. Hann gat ekki spilað annan leik þremur dögum síðar,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner