Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. júní 2022 14:11
Brynjar Ingi Erluson
„Þeir fá að sjá allt annan Hazard á næstu leiktíð"
Eden Hazard
Eden Hazard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, er handviss um að hæfileikar Eden Hazard komi til með að skína hjá Real Madrid á næstu leiktíð.

Tími Hazard hjá Real Madrid hefur verið vonbrigði til þessa og misst mikið úr vegna meiðsla.

Nú er leikmaðurinn í formi lífs síns að sögn Martinez og að Madrídingar geti beðið spenntir eftir að tímabilið fari af stað.

Hazard kom til Real Madrid frá Chelsea fyrir metfé fyrir þremur árum og hefur komið að sextán mörkum í 66 leikjum.

„Stuðningsmenn Real Madrid fá að sjá allt annan Hazard á næsta tímabili. Hugarfar hans og form kom mér verulega á óvart þegar hann kom til móts við landsliðið í júní. Hann er haldinn þráhyggju á því að afreka eitthvað með Real Madrid," sagði Martinez.
Athugasemdir
banner