Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. júlí 2018 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Alison Becker segist fara í markið hjá Liverpool en....
Það er ekki sama Alisson og Alison. Pössum okkur á því.
Það er ekki sama Alisson og Alison. Pössum okkur á því.
Mynd: Getty Images
Mynd: Wikipedia
Stuðningsmenn Liverpool eru gríðarlega spenntir fyrir því að félagið sé komið á fullt í viðræður við Roma um kaup á brasilíska markverðinum Alisson Becker.

Loris Karius markvörður liðsins gerði afdrifarík mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og virðist ekki vera að jafna sig á þeim mistökum.

Eftir fréttir fjölmargra miðla þess efnis að viðræður væru langt komnar í gær virðist sem félögin hafi náðst saman og leikmaðurinn má ræða við Liverpool.

Stuðningsmennirnir eru mjög spenntir fyrir komandi fréttum oen kannski of spenntir því þeir létu bandaríska gamanleikkonu aldeilis rugla sig í ríminu í gær.

„Spennt fyrir því að tilkynna ða ég mun ganga til liðs við Liverpool sem markvörður!" skrifaði Alison Becker leikkona á Twitter síðu sína og ekki nóg með að hún sé nánast alnafna markmannsins þá er hún með svokallaðan Verified Twitter account sem þýðir að samsfélagsmiðillinn staðfestir að þetta sé viðkomandi aðili.



Eftir tístið frá henni tók einhver sig svo til og breytti Wikipedia síðu hennar svona: „...bandarísk leikkona, grínisti, sjónvarpskona, sjónvarpsþáttarithöfundur og markvörður Liverpool FC."
Athugasemdir
banner