Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. júlí 2018 05:55
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ísland í dag - Æsispennandi barátta framundan í Pepsi kvenna
Breiðablik og Stjarnan eigast við í dag.
Breiðablik og Stjarnan eigast við í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baráttan um toppsætið í Pepsi deild kvenna er hörð en tvö af efstu þremur liðunum, Breiðablik og Valur eiga leik í dag.

Það er risaleikur á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Stjarnan mætast, Breiðablik getur komist aftur í toppsætið sigri liðið í dag. Þá mætast Selfoss og Valur á Selfossi en liðin eru i harðri baráttu á sitthvorum enda töflunnar.

Það er einn leikur á dagskrá í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er úrvalsdeildarlið Víkings Reykjavík tekur á móti 1. deildarliði Víkingi Ólafsvík. Sigurliðið mun leika gegn Breiðabliki í undanúrslitum.

Þá er leikið í B og C riðli í 4. deild karla. Í B-riðli eru þrír leikir á dagskrá þar sem Hvíti Riddarinn tekur á móti Úlfunum, Skallagrímur og Mídas eigast við auk þess sem topplið Reynis Sandgerði leikur gegn SR.

Að lokum fara tveir leikir fram í C-riðli þar sem Álafoss mætir Ísbirninum auk þess sem Afríka spilar gegn GG.

miðvikudagur 18. júlí
Pepsi-deild kvenna
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
19:15 Selfoss-Valur (JÁVERK-völlurinn)

Mjólkurbikar karla
19:15 Víkingur R.-Víkingur Ó. (Víkingsvöllur)

4. deild karla - B-riðill
20:00 Hvíti riddarinn-Úlfarnir (Tungubakkavöllur)
20:00 Skallagrímur-Mídas (Skallagrímsvöllur)
20:00 Reynir S.-SR (Europcarvöllurinn)

4. deild karla - C-riðill
20:00 Álafoss-Ísbjörninn (Varmárvöllur)
20:00 Afríka-GG (Leiknisvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner