Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. júlí 2018 19:10
Fótbolti.net
Rosenborg fékk víti gegn Val í gjöf frá dómaranum
Nicklas Bendtner skoraði úr vítinu.
Nicklas Bendtner skoraði úr vítinu.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Nú stendur yfir leikur Rosenborg og Vals í Þrándheimi en leikurinn er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Staðan í leiknum er 1-0 fyrir Rosenborg og einvígið stendur því 1-1. Rosenborg skoraði úr víti sem Nicklas Bendtner tók.

Bulgarskur dómari leiksins gerði mistök með því að dæma vítið en hér að neðan má sjá umsögn Elvars Geirs Magnússonar sem er í Þrándheimi. Einnig eru viðbrögð á Twitter.

„Rosenborg fær víti eftir að hafa gert harða atlögu að marki Vals. Dæmd hendi á Hauk Pál. Valsmenn mótmæla en Búlgaranum verður ekki snúið. Haukur Páll var með hendina upp við líkamann. Þetta var alveg ótrúlega strangt hjá Búlgaranum! Hreinlega rangt! Hvar er VAR?"

Farðu í beina textalýsingu hér á Fótbolta.net

Athugasemdir
banner
banner
banner