Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 18. september 2018 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp spjallaði við Mbappe í nokkrar klukkustundir
Reyndi að fá hann til Liverpool
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Klukkan 19:00 hefjast sex leikir í Meistaradeildinni, þar á meðal stórleikur Liverpool og Paris Saint-Germain á Anfield.

Bæði lið eru með frábærar sóknarlínur, en í sóknarlínu PSG er að finna leikmenn sem er búinn að sanna sig sem einn besti leikmaður í heimi þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall. Leikmaðurinn sem um ræðir er Kylian Mbappe.

Mbappe sló fyrst í gegn með Mónakó tímabilið 2016/17 og var í kjölfarið keyptur til Paris Saint-Germain. Hann kom fyrst á láni með skyldu til að kaupa. Talið er að kaupverðið geti farið upp í 180 milljónir evra.

Áður en hann samdi við PSG var hann orðaður við flestöll stórliðin í Evrópu.

Eitt af þeim liðum var Liverpool, mótherjinn í kvöld. Franska íþróttablaðið l'Equipe segir í dag að Mbappe hafi rætt við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. Klopp heillaði Mbappe, hann ræddi í nokkrar klukkustundir við Frakkann og reyndi að sannfæra hann. Liverpool var tilbúið að gera Mbappe að launahæsta leikmanni félagsins ásamt Philippe Coutinho.

Mbappe var mjög hrifinn af Klopp en á endanum gekk hann í raðir PSG. Liverpool gat ekki keppt við PSG og Real Madrid fjárhagslega.

Þess má geta að Liverpool keypti Mohamed Salah í fyrra. Salah var magnaður á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool og endaði sem markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Hann bætti markametið yfir flest mörk skoruð á einu 38 leikja tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Það verður spennandi að sjá hvað Mbappe og Salah gera í kvöld en leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 19:00.

Sjá einnig:
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Sturridge byrjar gegn PSG



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner