Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 18. október 2018 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Liverpool fylgjast með Bergwijn
Powerade
Steven Bergwijn.
Steven Bergwijn.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur áhuga á Giroud.
West Ham hefur áhuga á Giroud.
Mynd: Getty Images
Skriniar vill spila í enska boltanum.
Skriniar vill spila í enska boltanum.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin er handan við hornið eftir landsleikjahlé. BBC tók saman það helsta sem ensku slúðurblöðin eru að matreiða þennan morguninn.

Manchester United og Liverpool eru að fylgjast með vængmanninum Steven Bergwijn (21) hjá PSV Eindhoven. (De Telegraaf)

Liverpool er einnig að undirbúa tilboð í Kerem Demirbay (25), miðjumann Hoffenheim og Þýskalands. (Star)

West Ham íhugar að gera janúartilboð í sóknarmanninn Olivier Giroud (32), leikmann Chelsea og franska landsliðsins. (Mirror)

Belgíski miðjumaðurinn Eden Hazard (27) er tilbúinn að samþykkja nýjan samning við Chelsea, sem færir honum 300 þúsund pund í vikulaun. (Express)

Luke Shaw (23), varnarmanni Manchester United og Englands, hefur verið boðinn nýr 50 milljóna punda samningur á Old Trafford. (Sun)

Andreas Pereira (22), leikmaður Manchester United, hefur staðfest að rifrildið milli Pogba og Mourinho á æfingasvæðinu hafi verið vegna misskilnings varðandi Instagram myndband. (Manchester Evening News)

Umboðsmaður miðvarðarins Deniele Rugani (24) hjá Juventus hefur staðfest að Chelsea hafi mikið reynt til að fá leikmanninn í sumar. (Metro)

Juventus, Barcelona og Manchester City hafa öll áhuga á hollenska varnarmanninum Matthijs De Ligt (19) hjá Ajax en hann ætti að kosta í kringum 43 milljónir punda. (Goal.com)

Miðvörðurinn Milan Skriniar (23) hjá Inter hefur áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við Manchester United og Manchester City. (La Gazetta)

Wolves nálgast samkomulag við Sporting Lissabon um verð á portúgalska markverðinum Rui Patricio (30). Portúgalska félagið mun fá tæplega 16 milljónir punda fyrir hann. (Express and Star)

Tottenham hyggst opna fyrsta hlutann sem er tengdur nýjum leikvangi fyrir almenningi. Verslun félagsins verður opnuð á laugardag. (London Evening Standard)

Manchester City gæti verið án Danilo (27) í mánuð að minnsta kosti. Bakvörðurinn haltraði af velli í sigri Brasilíu gegn Argentínu í vikunni. (Globo Esporte)

Mikil öryggisgæsla verður í kringum leik Liverpool gegn Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni. Merseyside lögreglan óttast að serbneskar boltabullur ferðist í leikinn þrátt fyrir að vera í banni. (The Times)

Marco Silva, stjóri Everton, segir að „fyrirliðarnir sínir tveir", Phil Jagielka (36) og Leighton Baines (33), hafi enn mikilvægu hlutverki að gegna hjá félaginu. Silva segir að umræður um samningamál geti nú verið settar til hliðar í bili. (Liverpool Echo)

Paul Merson, fyrrum miðjumaður Arsenal, segir að það væri „týpískt fyrir Arsenal" að missa leikmann í þessum gæðaflokki sem Aaron Ramsey (27) er í fyrir ekkert. (TalkSport)
Athugasemdir
banner
banner
banner