Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. nóvember 2020 23:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Sjáðu mörk Englendinga og ódýra rauða spjaldið
Icelandair
Mynd: Getty Images
England skoraði tvisvar tvö mörk með stuttu millibili þegar liðið vann Ísland í sjöttu umferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar.

Ekki var mikið undir í leiknum ef horft er á Þjóðadeildina því Ísland var fallið og England átti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Það er þó alltaf eitthvað undir þegar horft er í stig á heimslistann.

Declan Rice skoraði fyrsta mark Englands á 20. mínútu og Mason Mount bætti við öðru marki á 24. mínútu. Á 80. mínútu skoraði Phil Foden fyrra mark sitt og á 84. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og fjórða marki Englendinga.

Snemma í fyrri hálfleik fékk Birkir Már Sævarsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ísland lék manni færra í um fjörutíu mínútur. Mörkin og brotið sem Birkir fékk reisupassann fyrir má sjá hér að neðan.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum.





Athugasemdir
banner
banner
banner