Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fá ekki að dæma á næstunni eftir mistök í stórleik
Raphinha var blóðugur eftir viðskipti sín við Otamendi
Raphinha var blóðugur eftir viðskipti sín við Otamendi
Mynd: EPA
Úrúgvæski dómarinn, Andres Cunha, og VAR-dómarinn, Esteban Ostojich, eru komnir í ótímabundið leyfi eftir að hafa gert slæm mistök í leik Argentínu og Brasilíu í undankeppni HM á dögunum.

Leikurinn fór fram aðfaranótt miðvikudags og endaði með markalausu jafntefli en atvikið sem sendi þá í leyfi átti sér stað á 35. mínútu.

Nicolas Otamendi gaf Raphinha olnbogaskot sem varð til þess að það þurfti að sauma fimm spor í hálfleik en Cunha ætlaði upphaflega að gefa Otamendi gult spjald. Niðurstaðan var hins vegar ekkert spjald og var Tite, þjálfari Brasilíu ósáttur með ákvörðunina.

„Það er ómögulegt að missa af þessu olnbogaskoti Otamendi á Raphinha. Er þetta það sem réði úrslitum? Ég veit það ekki. Þetta var frábær leikur en það vantaði þann þátt í leikinn að jafnt á að ganga yfir bæði lið," sagði Tite.

Cunha og Ostojich voru báðir sendir í leyfi eftir þennan leik en Cunha átti að vera í VAR-klefanum á úrslitaleik Copa Sudamericana um helgina.
Athugasemdir
banner
banner