Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. nóvember 2021 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Vill fara með Kórdrengi í efstu deild - „Hann er gufuruglaður"
Guðmann Þórisson er hrifinn af hugmyndafræði Davíðs Smára Lamude
Guðmann Þórisson er hrifinn af hugmyndafræði Davíðs Smára Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann hefur sagt við mig að þetta sé mikið traust sem ég fæ og ég þarf að standa undir því og það er áfram gakk. Það er ekkert að slaka á," sagði Guðmann Þórisson um samskipti hans við Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja, en hann segir Davíð með mikinn metnað í þjálfun.

Guðmanni líst vel á það sem Kórdrengir hafa verið að gera síðustu ár og samdi við liðið út næstu leiktíð eftir að hafa yfirgefið FH eftir tímabilið. Kórdrengir hafa náð miklum árangri á stuttum tíma og var nálægt því að komast upp í efstu deild í sumar.

Hann er hrifinn af hugmyndafræði þjálfarans og vill sjálfur berjast fyrir því að koma liðinu upp í efstu deild.

„Já, Davíð er topp tveir eða þrjár all-in þjálfari á Íslandi. Hann er alveg gufuruglaður," sagði Guðmann í léttu gríni.

„Neinei, það er rosalegur metnaður og hjálpar til að hafa þannig þjálfara og þú vitir að hann gefi allt í þetta og sé að pæla í hlutum og sé að pæla í að fá góða leikmenn og hvernig leikmönnum," sagði Guðmann við Fótbolta.net í dag.

„Nei, hann er ekkert búinn að segja það. Þeir voru andskoti nálægt því í ár og voru óheppnir með meiðsli. Ef þeir fá góða leikmenn með þetta þjálfarateymi þá hef ég góða trú. Ég vil fara beint upp og alltaf vinna en það er eitthvað hægt að bögga mann á þessu eftir seasonið að maður segist vilja fara upp en ég vil það persónulega og ég hef ekki trú á öðru en að fólkið í kringum þetta og aðrir vilja það líka," sagði hann ennfremur.
Guðmann: Búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár
Athugasemdir
banner
banner