Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. desember 2022 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gakpo falur í janúar: Getum ekki alltaf sagt nei
Mynd: Getty Images

Það virðist vera komið að því. Hollenski kantmaðurinn Cody Gakpo gæti skipt um félag í janúarglugganum, miðað við nýjustu ummæli Ruud van Nistelrooy.


Van Nistelrooy er þjálfari Gakpo hjá PSV Eindhoven og áttar sig á því að félagið verður að leyfa þessum öfluga framherja að halda á ný mið.

„Það kemur tími þegar þú getur ekki haldið áfram að segja nei," sagði Nistelrooy þegar hann var spurður út í mögulega sölu á Gakpo í janúar.

Gakpo er 23 ára gamall og búinn að skora 13 mörk og leggja upp 17 í 24 leikjum með PSV á tímabilinu.

Hann var valinn í hollenska landsliðshópinn og skoraði mark á leik í riðlakeppni HM. Hann endaði mótið með þrjú mörk í fimm leikjum þar sem Holland tapaði 8-liða úrslitunum í vítaspyrnukeppni gegn Argentínu.

Félög á borð við Manchester United og Arsenal hafa áhuga á Gakpo en Man Utd er talið leiða kapphlaupið. Það voru ýmis félög sem reyndu að fá Gakpo til sín síðasta sumar en PSV neitaði að selja ungstirnið sitt.


Athugasemdir
banner
banner
banner