
Argentína er heimsmeistari eftir hreint út sagt ótrúlegan úrslitaleik gegn Frakklandi í dag.
Lionel Messi var að lyfta bikarnum sem hann hefur alltaf þráð. Núna er fótboltaferill hans svo gott sem fullkominn.
Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið allt sem hægt er að vinna og er líklega hægt að tala um hann sem besta fótboltamann sögunnar. Allavega telja lesendur Fótbolta.net hann vera það.
Messi var fyrir stuttu að lyfta bikarnum og meðfylgjandi eru myndir af því þegar hann lyfti bikarnum.
Hér fyrir neðan má þá sjá myndband af því þegar bikarinn - þessi merki bikar - fór á loft.
Hér er það. Þetta er augnablikið. Messi lyftir styttunni. Hann er heimsmeistari. Argentína er heimsmeistari. pic.twitter.com/jZlt3ff8j6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Athugasemdir