
Leikur Argentínu og Frakklands er einhver sá besti í sögunni en staðan er nú 3-3. Lionel Messi kom Argentínu yfir í framlengingunni áður en Kylian Mbappe fullkomnaði þrennu sína með marki úr vítaspyrnu.
Argentínumenn keyrðu fram í sókn og fékk Lautaro Martinez boltann hægra megin. Hann var réttstæður og lét vaða á markið en Hugo Lloris tókst að verja frá honum.
Boltinn datt hins vegar út á Messi sem setti boltann á markið. Dayot Upamecano hljóp inn í markið og sparkaði boltanum í burtu en boltinn var kominn langt yfir línuna og markið því gott og gilt.
Stuttu síðar handlék Gonzalo Montiel boltann í vörninni eftir skot Kylian Mbappe. Vítaspyrna dæmd og var það auðvitað Mbappe sem fór á punktinn og fullkomnaði þrennu sína.
MESSIIIIIIII - Dramatíkin tekur engan enda í Katar. Argentínumenn eru komnir yfir í framlengingunni. Ná Frakkar að jafna aftur? pic.twitter.com/Bcb2x9Hwjr
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Þrennan komin hjá Mbappé og Frakkar jafna aftur. Það er 3-3 góðir hálsar. pic.twitter.com/nqP4PxE295
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 18, 2022
Athugasemdir