Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. desember 2022 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Messi kom Argentínu yfir áður en Mbappe fullkomnaði þrennuna
Barátta þessara tveggja hefur verið í heimsklassa
Barátta þessara tveggja hefur verið í heimsklassa
Mynd: EPA
Leikur Argentínu og Frakklands er einhver sá besti í sögunni en staðan er nú 3-3. Lionel Messi kom Argentínu yfir í framlengingunni áður en Kylian Mbappe fullkomnaði þrennu sína með marki úr vítaspyrnu.

Argentínumenn keyrðu fram í sókn og fékk Lautaro Martinez boltann hægra megin. Hann var réttstæður og lét vaða á markið en Hugo Lloris tókst að verja frá honum.

Boltinn datt hins vegar út á Messi sem setti boltann á markið. Dayot Upamecano hljóp inn í markið og sparkaði boltanum í burtu en boltinn var kominn langt yfir línuna og markið því gott og gilt.

Stuttu síðar handlék Gonzalo Montiel boltann í vörninni eftir skot Kylian Mbappe. Vítaspyrna dæmd og var það auðvitað Mbappe sem fór á punktinn og fullkomnaði þrennu sína.




Athugasemdir
banner
banner