Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 19. janúar 2019 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Birkir og Jón Daði spiluðu báðir - Leeds tapaði
Birkir hefur byrjað síðustu þrjá deildarleiki Aston Villa.
Birkir hefur byrjað síðustu þrjá deildarleiki Aston Villa.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Getty Images
Pontus Jansson, varnarmaður Leeds, fékk að líta rauða spjaldi.
Pontus Jansson, varnarmaður Leeds, fékk að líta rauða spjaldi.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason lék 75 mínútur er Aston Villa gerði 2-2 jafntefli við Hull City í Championship-deildinni á Englandi.

Þetta er þriðji deildarleikurinn í röð sem Birkir byrjar, en í dag lenti Aston Villa 2-0 undir á heimavelli. Liðið sýndi karakter og kom til baka. Tammy Abraham, sem hefur verið orðaður við Wolves, skoraði jöfnunarmarkið fyrir Villa.

Aston Villa er í 12. sæti, sjö stigum frá umspilssæti.

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson lék þá 63 mínútur þegar Reading tapaði 2-1 fyrir Derby. Gengi Reading hefur ekki verið gott á tímabilinu, liðið er í fallsæti tveimur stigum frá öruggu sæti.

Leeds er áfram á toppi deildarinnar þrátt fyrir tap gegn Stoke í dag. Það kostaði Leeds að missa Pontus Jansson af velli með rautt spjald á 77. mínútu.

Aston Villa 2 - 2 Hull City
0-1 Jarrod Bowen ('27 )
0-2 Evandro ('37 )
1-2 James Chester ('45 )
2-2 Tammy Abraham ('64 )

Blackburn 2 - 0 Ipswich Town
1-0 Danny Graham ('65 , víti)
2-0 Joe Nuttall ('74 )

Derby County 2 - 1 Reading
1-0 Holmes ('3 )
2-0 Harry Wilson ('40 )
2-1 Aluko ('66 )

Middlesbrough 1 - 1 Millwall
0-1 Jed Wallace ('22 )
1-1 Jordan Hugill ('90 , víti)

Nott. Forest 0 - 1 Bristol City
0-1 Famara Diedhiou ('70 )

QPR 1 - 4 Preston NE
0-1 Jayden Stockley ('14 )
0-2 Jordan Storey ('68 )
0-3 Alan Browne ('82 )
1-3 Matt Smith ('84 )
1-4 Brad Potts ('87 )

Rotherham 2 - 4 Brentford
0-1 Kamohelo Mokotjo ('3 )
1-1 Jonathan Taylor ('20 )
1-2 Said Benrahma ('53 )
2-2 Ezri Konsa ('73 , sjálfsmark)
2-3 Kamohelo Mokotjo ('75 )
2-4 Neal Maupay ('85 )

Sheffield Wed 1 - 0 Wigan
1-0 Fletcher ('62 )

Stoke City 2 - 1 Leeds
1-0 Samuel Clucas ('49 )
2-0 Joe Allen ('88 )
2-1 Ezgjan Alioski ('90 )
Rautt spjald:Pontus Jansson, Leeds ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner