Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 19. janúar 2023 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Auðvelt hjá Barcelona - Ceballos hetja Madrídinga
Dani Ceballos skoraði sigurmarkið Real Madrid þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum
Dani Ceballos skoraði sigurmarkið Real Madrid þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum
Mynd: Getty Images
Franck Kessie skoraði og lagði upp tvö í stórsigri Barcelona
Franck Kessie skoraði og lagði upp tvö í stórsigri Barcelona
Mynd: Getty Images
Barcelona og Real Madrid eru komin áfram í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins. Börsunga voru ekki í vandræðum með C-deildarlið Ceuta á meðan Real Madrid þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn Villarreal.

Fílabeinsstrendingurinn Franck Kessie var stórkostlegur í 5-0 sigri Börsunga. Hann lagði upp fyrstu tvö mörkin fyrir Raphinha og Robert Lewandowski í leiknum og skoraði síðan sjálfur fjórða mark liðsins.

Ansu Fati skoraði stuttu áður en Kessie gerði sitt mark og þá gerði Lewandowski annað mark sitt í leiknum undir lokin.

Real Madrid vann þá 3-2 endurkomusigur á Villarreal en liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik. Dani Ceballos kom inná á 56. mínútu og lagði hann upp mark fyrir Vinicius Junior tæpri mínútu síðar.

Eder Militao jafnaði metin er hann hirti frákast í teignum aðeins tólf mínútum síðar áður en Ceballos gerði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Marco Asensio.

Barcelona og Real Madrid verða því í pottinum er dregið verður í 8-liða úrslit bikarsins á morgun.

Úrslit og markaskorarar:

Ceuta 0 - 5 Barcelona
0-1 Raphinha ('41 )
0-2 Robert Lewandowski ('50 )
0-3 Ansu Fati ('70 )
0-4 Franck Kessie ('77 )
0-5 Robert Lewandowski ('90 )

Villarreal 2 - 3 Real Madrid
1-0 Etienne Capoue ('4 )
2-0 Samuel Chimerenka Chukweze ('42 )
2-1 Vinicius Junior ('57 )
2-2 Eder Militao ('69 )
2-3 Dani Ceballos ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner