Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. janúar 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Besiktas um Dele Alli: Hann á ekki skilið að spila
Það gengur allt á afturfótunum hjá Dele Alli.
Það gengur allt á afturfótunum hjá Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Senol Gunes, stjóri tyrkneska liðsins Besiktas, segir að Dele Alli „eigi ekki skilið að spila“ sem stendur. Enski miðjumaðurinn var ónotaður varamaður í tapi gegn Ankaragucu í bikarleik í gær.

Alli er 26 ára og gekk í raðir Besiktas á láni frá Everton síðasta sumar og var vonast til þess að skiptin myndu blása lífi í feril hans, eftir mörg erfið ár.

Allt hefur hinsvegar gengið á afturfótunum hjá þessum fyrrum leikmanni Tottenham í Tyrklandi. Hann hefur ekki náð sér á strik og aðeins spilað 10 leiki fyrir félagið.

„Sem stendur á Dele Alli ekki skilið að spila," sagði Gunes eftir leikinn en fyrr í þessum mánuði var sagt að Besiktas vildi skila leikmanninum til baka til Everton. Hinsvegar var sagt að Besiktas þyrfti að borga laun hans áfram og eina milljón punda í lánsfé þó hann yrði sendur til baka.

Gunes hefur áður gagnýnt Alli opinberlega en í nóvember sagði hann leikmanninn ekki leggja nægilega mikið á sig.

Í síðasta leik Besiktas fyrir jól bauluðu stuðningsmenn Besiktas á Alli þegar hann var tekinn af velli á 29. mínútu í bikarleik. Besiktas er í fimmta sæti tyrknesku deildarinnar og hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner